Úrslit kosninga

Úrslit kosninganna á laugardaginn liggja fyrir og ljóst að þar féll núverandi meirihluti á Fljótsdalshéraði. Þrjú framboð bætu við sig fylgi, öll á kostnað sjálfstæðisflokksins. Framsóknarmenn hafa lýst sig sigurvegara kosninganna og vissulega hafa þeir flesta kjósendur að baki sér og bættu við sig fylgi, reyndar hlutfallslega jafnmiklu og L-listinn.  Það er hinsvegar Á – listinn sem bætir við sig mestu bæði í atkvæðum og hlutfallslega. En hvað í þessum niðurstöðum hefur raunveruleg áhrif? Er  það ekki fulltrúafjöldinn?

Lýtum aðeins yfir staðreyndir í þeim efnum:

Bæjarfulltrúar Fljótsldalshéraðs voru 11 á síðasta kjörtímabili og úrslit kosninga 2006 voru eftirfarandi.

 20061 mann2 menn3 mennHlutfall 
B48648624316231%3 bæjarfulltrúar
D44444422214828%3 bæjarfulltrúar
L40440420213525%3 bæjarfulltrúar
Á2582581298616%2 bæjarfulltrúar
 1592   100% 

Ef hefði verið kosið um 9 bæjarfulltrúa árið 2006 og sömu úrslit þá hefði fulltrúaskipanin verið þessi.

 20061 mann2 menn3 mennHlutfall 
B48648624316231%3 bæjarfulltrúar
D44444422214828%3 bæjarfulltrúar
L40440420213525%2 bæjarfulltrúar
Á2582581298616%1 bæjarfulltrúi
 1592   100% 

En skoðum svo úrslit kosninganna á laugardaginn.

 20101 mann2 menn3 mennHlutfall 
B55955928018633%3 bæjarfulltrúar bæta við sig 2% fylgi.
D2872871449617%1 bæjarfulltrúi, tapa 2 fulltrúum og 11 % minna fylgi.
 L45945923015327%3 bæjarfulltrúar, bætir við sig 1 fulltrúa og 2 % fylgi
Á39739719913223%2 bæjarfulltrúar, bætir við sig 1 fulltrúa og 7 % fylgi.
 1702   100% 

Hverjir eru þá sigurvegarar  í þessum kosningum? Það er augljóst að það er Á listinn, hann bætir við sig mestu fylgi 7% og einum manni. Sá sem kemur næst er Héraðslistinn, sem bætir við sig 2%  fylgi og einum manni. Framsókn bætir við sig 2% fylgi en engum manni og Sjálfstæðisflokkurinn fær  svo skell.

Má þá ekki alveg eins lesa út úr þessum niðurstöðum að það sé kallað eftir samstarfi L-lista og Á-lista?

Framsókn hefur talið sig eiga sviðið, þar sem þeir hafa flest atkvæði á bak við sig. En þeirra málflutningur og gagnrýni hefur ekki skilað sér betur en í 2% fylgisaukningu og sama fulltrúafjölda og áður.

Ef ætti að túlka raunverulega kröfu kjósenda út frá niðurstöðu kosninganna, þá er hún sú að L-listi og Á-listi vinni saman í meirihluta næstu 4 árin.

Héraðslistinn hefur lagt fram hugmynd um að vinna að sameiginlegri málefnaskrá allra flokka. Sú hugmynd var sleginn út af borðinu hjá framsókn á fyrsta og eina fundi sem haldin var með þeim um hugsanlegar meirihlutaviðræður, þannig að sú leið er ekki valkostur lengur.