Annáll 2019

Hef ekki skilað af mér annál síðustu tvö ár, en geri það í ár. Árin 2017 og 2018 voru í eðli sínu biðstöðu ár og lituðust af þeirri staðreynd að græna kortið var ekki komið í hús. 

Ætla að byrja þennan pistil á Nóvember 2018. Stór stund fyrir mig og okkur þegar mamma kom í heimsókn í kringum 70 ára afmælið sitt þann 14 Nóvember 2018. Hún kom ekki ein, því öll systkinin mættu með henni, þau Þórey, Kristján, Jóna og Gréta.  Þau voru með hús á leigu í Redmond og svo var farið í allskonar ferðir á hverjum degi.  Algerlega frábær tími sem ég átti með mömmu og ekki síður þeim systkinum sem á svo margar góðar minningar af, sérstaklega úr æsku.

Árið 2019 sem nú hefur verið kvatt hófst einmitt með því að við fengum grænakortið í hús. Það gaf okkur það svigrúm sem við þurftum til að geta tekið nýjar ákvarðanir seinna á árinu og byggðust á þeirri staðreynd.

Við búum ennþá í Redmond á bæjarmörkum, Redmond, Kirkland og Bellevue. Ágætt að vera þar vegna staðsetninga við skólana hjá Emblu og Isari. Hinsvegar gæti þetta breyst á nýju ári.

Veturinn var óvenju snjóþungur og mynnti bara stundum á ísland.

Kristbjörg skipti um vinnu í Apríl og vinnur nú hjá fyrirtæki sem heitir Arbela Tecnoclogy sem Financial Consultant í D365 F&O. Hún hefur verið mikið á ferðalögum tengdum vinnunni, aðallega í San Diego í Californiu, en mun eyða næstu vikum og mánuðum meira og minna í Houston TX.  Sjálfur eyddi ég fyrra hluta ársins meira og minna á Manhattan í NY í verkefni sem ég var í þar. Ferðalögin framundan eru flest til Madison WI.

Embla byrjaði fljótlega að vinna eftir hún fékk græna kortið og er núna í tveimur störfum. Annars vegar í versluninni VANS í Bellevue og sem þjónn á veitingastaðnum McCormick & Schmick’s Seafood & Steaks líka í Bellveue. Hún mun nú samt minnka við sig vinnu á nýju ári þar sem hún er að bæta við sig námi í Bellevue College.

Bætti við mig nýrri PM gráðu í byrjun árs þegar ég tók PMI-ACP gráðu sem er með fókus á Agile aðferðarfræði verkefnastjórnunnar, er því bæði með PMP og PMI-ACP núna.

Kristbjörg og Erna Rós vinkona hennar tóku að sér að skipuleggja þorrablót íslendingafélagsins og eitt af þeirra fyrstu verkefnum var að ráða hljómsveitina Sour Balls til að spila fyrir dansi. Þetta er hljómsveit sem er skipuð Íslendingum sem búa hér á svæðinu og ég tók að mér hlutverk bassaleikara í því bandi. Bassaleik hafði ég nú ekki stundað mikið fram að þessu, en eignaðist Jazz Bass í lok árs 2018 og lærði nokkur lög til að geta spilað með.  Bandinu var og er stjórnað af Halla (Haraldur Gunnlaugsson) og samsett íslenskum söngvurum og hljóðfæra leikurum.   Þorrablótið heppnaðist mjög vel og mun hluti af þessum hóp koma að blótinu 2020.

Í byrjun Apríl fórum við í frí niður til San Diego í eina viku í kringum spring break hjá krökkunum. Leigðum þar íbúð ásamt vinum okkar og áttum þar góðan tíma. San Diego er meiriháttar staður að eyða fríinu sínu á.

Embla og Isar voru bæði á Egilsstöðum í vinnu í sumar eins og síðasta sumar var Ísar á tjaldstæðinu en Embla á Salt. Isar spilaði svo fótbolta með 2 flokki Hattar.  Kris var á Íslandi í tvær vikur í lok Júní. Ég fór svo í lok í Júlí og var í 3 vikur heima, aðallega hjá Töru í Reykjavík en átti líka góðan tíma fyrir austan.

Fór á æsku stöðvar upp í Klaustursel að skoða Stuðlagil með Kristjáni frænda og Isari, þar hittum við fyrir Alla og Matta þar sem þeir voru að hirða á túnunum meðfram Jöklu. Frábær dagur þar. Ég náði því líka að fara í VÖK baðhús sem er ótrúlegt að skuli vera komið á koppinn og þvílíkt framtak sem það er.

Það bættist við nýr fjölskyldumeðlimur nú á haustmánuðum ættaður frá Utah, en það er Labrador tíkin Ísey, sem hefur glatt hjörtu okkar hér. Það er smá vandræðagangur með nafngiftina, sérstaklega þegar Ísold, Ísar og Ísey er öll saman kominn og eru að spjall við hvort annað. Miss Tekla er búin að vera við dauðansdyr nánast allt árið, en það færðist nýtt líf í hana við að fá litla systur að slást við.

Eins og kom fram í öðrum pistli þó varð ég 50tugur á árinu og Embla Ósk 20tug og Tara Ösp 30tug, samtals 100 ára. Kristbjörg hélt góða veislu hér heima hjá okkur í Redmond sem var afar vel heppnuð. Meira um það hér.

Fótboltinn hjá Ísari tók stakkaskiptum eftir að hann skipti yfir í Patedores. Hann er nú lykilmaður í því aðalliðinu í Academunni hjá þeim og er búin að fara á Showcase í San Diego og Orlando. Skólar að sýna honum áhuga í á austurströndinni. Sjáum hvað setur með það, viljum helst hafa hann hér í WA.

Heimsóknir Íslendinga til okkar á árinu 2019 voru ekki margar. Ásta, Palli, Bragi og Tanja komu öll í heimsókn í byrjun árs. Stuttur en frábær tími sem við áttum með þeim.

Fékk svo óvænta heimsókn frá Ragnari Bjarna og vinum hans sem enduðu ævintýraferð sína til USA hjá mér í Redmond. Náði að sýna þeim aðeins niður í Seattle, en þrátt fyrir stutt stopp, þótt mér vænt um að hann skyldi koma.

Tara og Ísold komu svo til okkar í lok árs og voru hjá okkur yfir jólin. Var haldið upp á afmæli Ísoldar og öllum að óvörum kom Hurðaskellir í heimsókn alla leið frá Íslandi.

Einstaklega gott að hafa þær tvær hjá okkur, þó kveðjustundinn sé alltaf jafn erfið rétt fyrir áramótin.

Þetta er stiklað á mjög stóru, en heilt yfir var 2019 þokkalegt ár og við hlökkum til að takast á við 2020.

Gleðilegt ár!