Annáll – 2023

Síðustu misseri hef ég tekið þann pól að hvorki blogga né nota samfélagsmiðla. Það hafa því ekki verið ritaðar línur hér í nokkur ár þó margt hafi gerst á þeim tíma. Ætla að draga hérna saman það helsta persónulega síðustu 3 árin, svona fyrir mitt minni aðallega og svo veit ég um eina mjög mikilvæga manneskju sem kíkir hér inn annað veifið.

Hér kemur því hálf handahófskend samantekt, sem ég mun uppfæra eftir þörfum og ef til vill dýpka einhver minningarbrotin í öðrum bloggum þar sem það á við.

2021

Þetta ár fluttum við í Kirkland Highlands eftir að hafa búið í Redmond í 5 ár. Þetta var þriðja húsnæðið og þriðji east-side bæjarfélagið sem við búum í.

Kristbjörg varð svo 50tug í febrúar í miðju covid og í kafsnjó, og var haldið smá partý nýju húsi með fjölda takmörkunum sem þá voru í gildi.

Skruppum í afmælis og viðskiptaferð til Mexico (Los Cabos) í Mars í miðju covidinu, náðum smá golfi og almennri slökun á milli viðskiptafunda. Dásamlegur staður.

Við fórum svo til Íslands um sumarið og héldum veglegt 50 ára afmæli fyrir Kristbjörgu á Borgarfirði eystri í Fjarðarborg á miðri Bræðslu helgi í geggjuðu veðri og í enn betri félagsskap.

Við hjónin gerðust svo túrhestar í eigin landi og ferðuðumst um landið okkar og er það einmitt síðasta bloggfærsla sem listar það út.

Beagly hundurinn Luna bættist við fjölskylduna í October, en hennar áfangastaður var Ísland nánar tiltekið Egilsstaðir þar sem Tara og Ísold tóku hana að sér.

Hátíðarnar byrjuðu í hundagarðinu, þar sem brotist var inn í bílinn og öllu kortum Krist stolið. Þjófarnir náðu að eyða 5000$ áður en hún náði að loka kortunum aðallega með því að kaupa gjafakort og mat. Embla náði sér svo í Covid, Hitakútúrinn í húsinu eyðilagðist og á gamlársdag brast þakið á húsinu og flæddi út um allt.

Það voru covid lokanir í gangi og það var ófært um borgina vegna snjóþunga. Ekki íslensk ófærð, en náði alveg 1 feet ( 30cm) sem er catastropha hér. Við þurftum að tékka inn á hotel til að komast í bað. Isold og Tara voru hjá okkur meðan á þessu stóð, en þetta var hálfskrítið ævintýri fyrir okkur öll.

2022

Árið hófst með því að takast á við Covid sem öll fjölskyldan fékk, samhliða því að koma pratískum hlutum í lag til að geta búið áfram í húsinu, hiti og þak lagfært til bráðarbirgða. Það var þó orðið ljóst í Janúar að við þyrftum að flytja út úr húsinu til að hægt væri að laga vatnsskemmdirnar.

Þetta var árið sem ég tók mér samfélagsmiðla frí og hef verið í síðan. Þ.e.a.s., ekki sett inn færslur eða blogg eða commentað á samfélagsmiðla síðan.

Einn af kostum þess að búa á Seattle svæðinu er að það er hægt að fara á skíði og í golf í sömu vikunni, hvort tveggja innan við klukkutíma akstur.

Í Febrúar komu Hemmi og Ásta í heimsókn og skruppum við á skíði til Whistler, tókum smá snjósleða rúnt, fylgdumst með bobsleða æfingum og áttum góðan tíma. Tók líka byrjunarnámskeið í Whisky skóla Hemma, sem var afar eftirminnilegt.

Eftir hremmingar með húsnæðið í lok 2021 ákváðum við að reyna vera eins mikið á Íslandi og hægt væri í allavega 1 ár. Til að koma því við þá þurftum við a búa á tveimur stöðum. Við fluttum í íbúð í Kirkland – Villagio í byrjun Apríl og fengum svo húsnæði á Seltjarnarnesinu í Maí, til að búa um okkur á Íslandi.

Tíminn á Íslandi var frábær og nesið svo sannarlega eftirsóknaverður staður að búa á. Við náðum að spila smá golf, hitta fullt af fólki, endurnýja samband við vini og ættingja. Áttu dásamlegar stundir með Töru og Ísold, mömmu og Fjólu systur. Hefðu ef til vill mátt vera fleiri yfir þennan tíma, en árið var mjög fljótt að líða einhvernveginn.

Það gaus og við náðum að ganga að gosinu (sem við sáum reyndar líka út um gluggan á nesinu).

Ísar varð tvítugur í September, hann var í háskólanum og vann með honum á Súmak veitingastað á laugarveginum.

Desember mánuður var fjölskyldunni mjög erfiður. Í byrjun mánaðar lagðist Margrét tengdamamma inn á Sjúkrahúsið á Neskaupstað, það í sjálfu sér var ekki óalgengt að hún þyrfti innlögn annað slagið vegna undirliggjandi sjúkdóma sem hún var með. Þetta var hinsvegar í síðasti skipti sem hún lagðist inn því hún lést að morgni þann 17. Desember og var jarðsett þann 28 desember í Eskifjarðarkirkju. Hér eru minningarorð sem ég ritaði um hana Minningarsíða – Margrét Ásta Gunnars Klörudóttir.

Desember var því mjög skrítinn mánuður fyrir fjölskylduna og jólhaldið sem var það fyrsta á Íslandi í 8 ár sem var jafnframt litað af fráfalli Margrétar. Aramótin voru svo brennd út í brennu upp á Valhúsarhæðinni.

2023

Ákvað að viðhalda samfélagsmiðla fríinu og bætti meira segja í því ég sendi ekki einu sinni afmæliskveðjur. Hafi einhverjar undrast að fá ekki kveðju frá mér, þá átti það við um alla. Varðandi undirliggjandi ástæður þessa bindindis er efni í annað blogg.

Fórum á blót á nesinu í slagtogi með seltirningum.

Kris var svo ýmist á gönguskíðum eða fjallaskíðum út eyðifirði og jökla, í blakferðum, eða í fjallgöngum og kom oftar en ekki krambúleruð úr þeim ferðum. Hef ekki sótt neyðarmóttökuna á Íslandi jafnoft á jafnskömmum tíma og yfir þessa vetrarmánuði. Kom reyndar ekki í ljós fyrr en við komum aftur til Seattle að hun var margbrotinn, tækin á Íslandi sáu ekki þessi brot. Kris ætlaði sér svo sannarlega að nýta hverja einustu mínutu á Íslandi hvað sem það kostaði.

Maí var minn síðasti mánuður á Íslandi, og ýmislegt í gangi þá. Tara var með myndlistarsýningu á Skriðuklaustri, Ísold á fimleikamóti á nesinu, gengið frá Valhúsabrautinni og henni skila, bíllnn settur á sölu osfrv.

Kom til Seattle í lok Maí, en Júní var svo síðasti mánuðurinn í Villagio. Enn ein húsnæðisleitin var því sett á dagskrá.

Embla útrskifaðir frá UW með BS í Business með pomp og prakt, þvílíkur dugnaður í henni.

í Júlí fluttum við svo í enn eitt húsnæðið og enn í Kirkland. Þetta var 6 húsnæðið sem við búum í á 6 árum. og það fjórða síðust 2 árin. ( Bothell, Redmond, Kirkland [ Highland, Villagio, Rose Hill ], Seltjarnarnes)

Í lok July gerðist sá sorglegi atburður að Tekla dó, en hún var kominn á 17 ár. Tekla hefur verið stór partu af lífi fjölskyldunnar og annara fjölskyldna reyndar líka yfir þetta langa tímabil. Ótrúlegt dýr sem verður sárt saknað.

Í Ágúst fengum við svo nýjan fjölskyldumeðlim þegar Tyrus bættist í hópinn. Hann ku vera Silver Labrodor eins og Ísey, þó efasemdir um uppruna hans hafi vaxið í takt við hans eigin vöxt. Virðist vera af Weimener ættum þó móðir hans sé nú líklega Labradorinn sem við sáum hann með þegar við fengum hann. Tyrus er afar blíður og gott dýr og í minningunni minnir á Tyrus sem var í Klausturseli og var mér góður, þó að sá hundur hafi ekki verið allra.

Embla byrjaði að vinna hjá Skanska hjá Valda, en hún hafði unnið á mörg störf samhliða á veitingastöðum og verslunum, en nú kominn 9 to 5 job.

Eftir að hafa verið með græna kortið í 5 ár, þá lögðum við inn umsókn að ríkisborgararétt sem mögulega gæti gengið í gegn á næstu 4-6 mánuðum.

Síðustu 3 mánuðir hafa svolítið verið tími einangrunar af minni hálfu og kemur þar ýmislegt til. Gamall kunningi hefur gert sem heimkominn, bæði óboðinn og óvelkominn og hefur reynst strembið að hafa hömlur á, hvað þá að úthýsa. Ekki mjög eftirsóknaverður félagskapur sem ég óska ekki neinum.

Egilstaða stelpurnar okkar koma til okkar á milli hátíðanna og verða fram yfir áramót, það verður gott að fá að hafa þær hjá okkur og njóta samverunnar með þeim.

2024

Nýtt ár er svo handan hornsins og sambærileg og ný verkefni bíða þar og fögnum við því með bros ár vör.

Gleðilega hátíð og megi nýtt ár færa ykkur gleði og tækifæri!