Fyrsti fundur atvinnumálanefndar

Ég sit sem aðalmaður í atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs fyrir Héraðslistann. Ég lagði mikla áherslu á að sitja í þeirri nefnd, því mér finnst þetta mjög mikilvægur vettvangur fyrir framþróun samfélagsins og ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa inn í þennan málaflokk. Fyrsti fundur í nefndinni var haldin 25 júní en nefndin er skipuð eftirfarandi einstaklingum.

Aðalmenn:
Gunnar Þór Sigbjörnsson  ( B ) , formaður
Þórey Birna Jónsdóttir  ( B ) , varaformaður
Jóhann Gísli Jóhannson  ( Á )   
Tjörvi Hrafnkelsson ( L )   
Aðalsteinn Jónsson ( D )
 
Varamenn:
Ingvar Ríkharðsson ( B )
Kristjana Jónsdóttir ( B )
Kristín María Björnsdóttir ( L )
Gunnar Jónsson ( Á )
Þórhallur Harðarson ( D )

Dagskrá fundarins var almenns eðlis eins og sjá má á fundargerð. En í óformlegum umræðum var rætt vítt og breitt um atvinnumál og allir reifuðu sínar hugrenningar stórar og smáar. Þar bar ýmislegt á góma, svo sem Hollensk ylrækt, matvælamiðstöð, náttúrugarðar og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. 
Það verður áhugavert að vinna að þessum málaflokki.